Hljómey - Tónlistarhátíð heima

26. Apríl 2024

Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur
Niðurtalningu lokið!

Hljómey er tónlistarhátíð haldin í heimahúsum heimamanna í Vestmannaeyjum. Hljómey er haldin seint að vori, síðasta föstudag í apríl ár hvert og markar, ásamt MEY, upphaf sumarvertíðar í Vestmannaeyjum. Hátíðin er haldin í góðu samstarfi við bæjarbúa, sem opna húsin sín fyrir tónleikagestum, enda Vestmannaeyingar þekktir fyrir gestrisni sína.



Fyrsta hátíðin var haldin þann 25. apríl 2023 þar sem fram komu 15 tónlistaratriði í 11 heimahúsum í miðbæ Vestmannaeyja. Meðal þeirra sem fram komu voru Emmsjé Gauti, Júníus Meyvant, Valdimar Guðmundsson, Magnús Þór Sigmundsson, Una Torfa, Móttettukórinn o.fl.

Hátíðin er sett í húsi Landsbankans á fimmtudegi fyrir hátíðina. Um kvöldið er svo haldið tónlistar pub-quiz á The Brothers Brewery. Hátíðin hefst svo kl 20.00 á síðasta föstudegi í apríl ár hvert og stendur til 23:30. Hátíðargestir rölta þá um miðbæ Vestmannaeyja og sækja tónleika frá þeim tónlistarmönnum sem þeir vilja, eftir þeirra dagskrá.


Share by: