Gott

Fjölskylduveitingahús á besta stað. Eigendurnir eru fyrrverandi landsliðskokkur og metsöluhöfundur matreiðslubóka.


 Nánar á Gott.is.

Slippurinn

Upplifðu Vestmannaeyjar í gegnum veitingastaðinn SLIPPINN rekið af matreiðslumeistaranum Gísla Matt & fjölskyldu hans þar sem áhersla er lögð á hráefni í nærumhverfi þar sem matseðillinn breytist ört eftir því hvaða hráefni er í árstíð hverju sinni.


Slippurinn hefur í gegnum árin skipað sér sess með bestu veitingastöðum landsins og hefur verið rekið með mikilli ástríðu í yfir 10 ár.


Slippurinn er einungis opinn yfir sumartíman.



Nánar á Slippurinn.com.

Einsi Kaldi

Einsi og hans kokkalið hafa mikla unun af sinni sérhæfingu sem er að töfra fram ljúffenga og framandi sjávarrétti. Hugmyndarflug Einsa nýtur sín til fulls þegar hann vinnur með ferskt, fjölbreytt og einstakt hráefni úr Eyjum og hafinu umhverfis þær.

Nánar á Einsikaldi.is.

Pítsugerðin

Pítsa og bjór er blanda sem hefur aldrei í sögu mannskyns klikkað. Það að pítsan sé eldbökuð og bjórinn ískaldur er bara betra. 


Nánar á Facebook.

The Brothers Brewery

Auðvitað er brugghús í Vestmannaeyjum. Hvort sem þú hefur áhuga á bjórdrykkju eða drykkju almennt þá hittir brugghús í mark. 


Nánar á Thebrothersbrewery.beer.

Næs

Næs er systur staður Slippsins og býður upp á næs mat, næs vín þar sem áhersla er lögð á náttúruvín og góða næs kokteila og bjóra!


Nánar á Næsrestaurant.is.

Kráin

Alvöru hamborgarar, lokur og pítur en líka, og þetta er geggjað, Hlöllabátar. Það er hægt að leyfa sér á Kránni. 


Nánar á Krain.is.

Tvisturinn

Tvisturinn hefur afgreitt Eyjamenn með pulsu með öllu og blandi fyrir afganginn síðan 1988. Svo er ís og allskonar góðgæti í boði. Þetta er svona ekta íslensk sjoppa eins og við elskum öll. 


Nánar á Facebook.

Tanginn

Nærðu þig á líkama á sál við höfnina. Útsýnið er geggjað og maturinn líka. Það er hægt að sitja úti og fá lífið í höfninni beint í æð. 


Nánar á Tanginn.is

Vigtin bakhús

Dýrðarinnar bakkelsi afgreitt í gömlu vigtarhúsi. Húsið sjálft er eins og sykursæt kolvetnisbomba fyrir augun þannig að allir sem eru á ketó-mataræðinu þurfa að passa sig aðeins. 


Nánar á Facebook.

Pizza 67


Saknarðu ekki Pizza 67? Nú, skelltu þér þá á Pizza 67 í Vestmannaeyjum


Nánar á Facebook.


Share by: