Eyja Tours

Skemmtilegar leiðsöguferðir með innfæddum Eyjapeyja sem setur þig beina leið í réttan gír.

Nánar á Eyjatours.com.

Rib Safari

Upplifðu Vestmannaeyjar eins og heimamaður. Á spíttbáti. Besta sjónarhornið á Vestmannaeyjar er nefnilega frá sjónum og úr bát sem fer sjúklega hratt. Án gríns. En það eru líka annarskonar bátsferðir í boði – heppilegar fyrir þá sem vilja ekki fara sjúklega hratt.


Nánar á Ribsafari.is.

Herjólfsbær

Vaxmyndasafn um fyrstu fjölskylduna sem hóf landnám í Vestmannaeyjum í kringum árið 900.


Nánar á Herjolfstown.is.

Boat tours in Vestmannaeyjar

Það er algjör skylda að fara í bátsferð í Vestmannaeyjum. Boat tours in Vestmannaeyjar er með allskonar báta og ferðir í boði og geta uppfyllt allar þínar villtustu bátaþarfir. 


Nánar á Islandboattours.is.

E-hopp

Það er auðvelt, umhverfisvænt og handhægt að fljóta um á rafhlaupahjóli frá eHopp í Vestmannaeyjum. Þú finnur þér hjól, aflæsir því með appinu… og sko þig! Þú getur hoppað, skoppað og sprangað um Eyjar á skútunni á öruggan og þægilegan máta.


Nánar á hopp.bike


Volcano ATV

Brunaðu um eldsvæði Vestmannaeyja með vindinn í hárinu (undir hjálminum), Born to be Wild á lúppu í kollinum og sérfróðan leiðsögumann í eyrunum. 


Nánar á Volcanoatv.is.

Sjóminjasafn Þórðar Rafns

Frábært safn sem spannar báta- og útgerðarsögu Íslands. Þórður Rafn (Rabbi) hefur

safnað sjóminjum í rúm 40 ár og nú hefur hann opnað fyrir almenning aðgang að safninu. Í

aldanna rás var afkoma þjóðarinnar háð sjómennsku og hugrökkum sjómönnum og getur

fólk nú farið í gegnum safnið og skoðað hvernig tól og tæki voru notuð áður á sjó og í

útgerð. Að auki eru fjöldinn allur af bátalíkönum á safninu.


Nánar á Facebook.

SeaLife trust Beluga hvalagriðland

Það er alveg fáránlegt að koma til Vestmannaeyja og heimsækja ekki mjaldrana sem við fylgdumst öll með koma til landsins. Kommon. 


Nánar á Belugasanctuary.sealifetrust.org.

Sundlaug Vestmannaeyja

Að skreppa í sund er ein íslenskasta hefðin, jafnvel íslenskari en að tala um veðrið. Sinntu skyldu þinni gagnvart landi og þjóð og dembdu þér í sund. 


Nánar á Facebook.

Eldheimar Museum

Öllu sem þú gætir viljað vita um Heimaeyjargosið (og mögulega líka einhverju sem þú vilt ekki vita) hefur verið komið haganlega fyrir á gosminjasýningunni í Eldheimum. Allir Íslendingar ættu að koma þangað að minnsta kosti einu sinni. 


Nánar á Eldheimar.is.

Golf

Leikur herramanna og hefðarkvenna. Líka frábær leið til að eiga smá móment í fallegri náttúrunni. „Móment“ er t.d. að þræta um reglurnar við bestu vini þína. 


Nánar á gvgolf.is.

Sagnheimar þjóðminjasafn

Öllum spurningum þínum um Vestmannaeyjar er svarað hér. Tyrkjaránið, gosið, sjómennskan og hvað varð um gítarinn minn sem ég týndi á Þjóðhátíð árið 1994?


 Nánar á Sagnheimar.is.



Share by: