Kjöraðstæður eru til að bregða sér á sjóstangaveiði við Vestmannaeyjar, enda má finna allar helstu nytjategundir Íslendinga þar við strendur, svo sem eins og þorsk, ufsa, ýsu og löngu

Á hverju ári eru haldin tvö sjóstangaveiðimót á vegum Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja, annars vegar innanfélagsmót í mars og opið mót í maí. Fyrir skráningu á mót eða nánari upplýsingar má hafa samband við Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja í gegnum netfangið sjove900@simnet.is.

Rib Safari veitir einnig sjóstangaveiðimönnum þjónustu en gott er að hafa í huga að hafa samband með góðum fyrirvara.