Rib Safari býður upp á margs konar ferðir og þjónustu

Vinsælasta ferðin er Smáeyjaferð en í henni eru litlu eyjarnar í kringum Vestmannaeyjar skoðaðar og sagan sögð.

Hringferðin nýtur líka mikilla vinsælda en það er ferð fyrir þá sem vilja upplifa flestallt það sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða á tveimur klukkustundum.

Rib Safari býður einnig lúxusferðir eða VIP-ferðir. Það eru einkaferðir þar sem siglt er um eyjarnar og komið við á fáfarnari slóðum og veitinga notið í töfrandi umhverfi.

Hópferðir Rib Safari eru einnig af ýmsu tagi og meðal annars hægt að fara á sjóskíði, í donut eða fallhlíf.

Allir farþegar fá flotgalla og björgunarvesti og farið er vandlega yfir öryggisatriði áður en lagt er af stað, enda er Ribsafari annt um að tryggja öryggi farþega sinna.

Bakveikum og þunguðum konum er ekki ráðlagt að sigla með Rib Safari þar sem sjógangur og veltingur getur verið allnokkur meðan á siglingu stendur.