Ræningjatangi stendur austan við Brimurð á Heimaey

Hann dregur nafn sitt af Tyrkjaráninu árið 1627, þegar 300 sjóræningjar stigu á land og höfðu á brott með sér 242 fanga sem þeir seldu á þrælamarkaði í Alsír.

Sagan segir að sjóræningjarnir hafi komið á land á Ræningjatanga og þannig komið Vestmannaeyingum í opna skjöldu en viðbúnaður var á Skansinum, með mönnuðum fallbyssum.