Í lok ágúst eða í byrjun september fara pysjurnar að hugsa sér til hreyfings

Ástand sjávar segir mikið til um hvenær pysjur fara úr hreiðrinu en þegar rétti tíminn kemur taka þær flugið.

Oftar en ekki lenda þær á sjónum en þar sem þær yfirgefa hreiðrin að næturlagi laðast allmargar þeirra að ljósunum í bænum og lenda á götum, gangstéttum eða húsagörðum í stað sjávar. Sem betur fer eiga þær sér bandamenn, nefnilega börnin í bænum sem hafa það fyrir stafni að kvöldlagi að ganga um bæinn með pappakassa og safna saman þeim pysjum sem villst hafa af leið.

Daginn eftir er svo pysjunum sleppt á góðum stað, svo sem á Eiði eða í Höfðavík. Þar er þeim sveiflað hátt á loft, þannig að þær grípa flugið á vit frelsisins úti á sjónum.

Fyrir þessa sérstöku björgunarstarfsemi hafa Eyjamenn hlotið athygli ferðamanna og lof náttúru- og umhverfisverndarsinna. Pysjutímabilið stendur stendur yfirleitt í um 30 daga.