Sæheimar og Þekkingasetur Vestmannaeyja hafa frá árinu 2003 starfrækt Pysjueftirlitið

Markmið þess er að meta ástand og fjölda þeirra pysja sem lenda í Vestmannaeyjabæ ár hvert.

Eftirlitið fer þannig fram að börnin í bænum fara með þá fugla sem þau finna í Sæheima, þar sem þær eru vigtaðar og vængmældar. Þannig fást mikilvægar upplýsingar um ástand pysjanna og hvenær þær yfirgefa holurnar.

Þó svo að ekki fari allar pysjur sem finnast í bænum í gegnum þetta eftirlit, gefur verkefnið góða vísbendingu um breytingar sem verða á pysjufjölda milli ára, auk þess að veita samanburð á ástandi þeirra.

Þátttaka í þessu eftirliti hefur verið góð og eru þess mörg dæmi að krakkar komi nær daglega á safnið til að láta vigta og mæla pysjur sem hafa bjargast.