Það er einstök upplifun að fylgjast með norðurljósunum, ekki síst fyrir þá sem aldrei fyrr hafa séð þau dansa á himni

Vestmannaeyjar eru frábær áfangastaður fyrir þá sem langar að njóta sjónarspilsins til fullnustu.

Líkurnar á að sjá norðurljós eru svipaðar í Vestmannaeyjum og annars staðar á landinu, enda þurfa aðstæður að vera þær sömu í háloftunum og þá þarf að vera heiðskírt. Í Vestmannaeyjum tekur hins vegar aðeins stutta stund að komast í algjört myrkur, fjarri ljósum bæjarins, og þar með í kjöraðstæður.

Á köldum vetrarkvöldum og -nóttum er kjörið að fara austur eða suður í Heimaey. Haugasvæðið austan við Helgafell eða nýja hraunið eru góðir staðir til að virða fyrir sér næturhimininn og láta heillast af norðurljósunum.