Mótorkrossbrautin í Vest­manna­eyj­um þykir bæði skemmtileg og krefjandi en hana er að finna á nýja hrauninu.

Brautin er opin flesta daga ársins, enda eina upp­hitaða mótorkross­braut heims. Unnt er að halda henni upphitaðri þar sem mikill jarðhiti er á svæðinu eftir eldgosið 1973. Þá hefur nálægðin við sjóinn sitt að segja, því seltan úr sjónum hjálpar til við að halda brautinni opinni.