Landslag Vestmannaeyja er ekki síður ævintýralega fagurt neðan yfirborðs hafsins en ofan þess, enda mynduðust þær í eldgosum neðansjávar

Enginn skortur er á köfunarstöðum við Eyjarnar þar sem njóta má hrífandi neðansjávarútsýnisins og fjölbreyttrar fánu sjávardýra.

Auðsótt er að finna staði fyrir bæði reynslumikla og reynslulitla kafara. Best er að kafa frá báti við Vestmannaeyjar, þar sem fáar aðgengilegar sandfjörur eru við strandlengjuna. Þó er hægt að kafa út frá landi, meðal annars frá Víkinni og Kaplagjótu.

Mælt er með því að nota þurrbúning við köfun við Vestmannaeyjar, þar sem sjórinn er ekki nema á bilinu 4–6°C yfir vetratímann og 10–15°C yfir sumartímann. Skyggni er best á veturna en einnig getur verið gott skyggni, miðað við norðlæga breiddargráðu, á vorin og haustin. Gott skyggni telst vera um 12 metrar.

Ekki er boðið upp á skipulagða köfun í Vestmannaeyjum. Hins vegar geta kafarar með alþjóðleg köfunarskírteini fengið aðstoð og þjónustu á svæðinu. Þá er hægt að leigja og hlaða kúta í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.