Klif er samheiti yfir tvö fjöll í norðurklettum Heimaeyjar, Stóra-Klif og Litla-Klif

Hægt er að ganga upp á Stóra-Klif en þó getur leiðin verið torsótt og er því vissara að leita upplýsinga hjá heimamönnum áður en haldið er af stað.

Stóra-Klif er norðar og austar en Litla-Klif. Það er líka hærra og þverara. Bæði fjöllin eru móbergsstapar en töluvert lausari í sér en til að mynda Heimaklettur. Klifin hafa bæði flatan topp.