Herjólfur Bárðarson er talinn vera fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja og er Herjólfsdalur nefndur eftir honum

Í dalnum er torfbær sem reistur var árið 2005 og er hugsanleg eftirmynd af bæ Herjólfs í dalnum. Við byggingu Herjólfsbæjar hins nýja var stuðst við áreiðanlegustu heimildir en hann er byggður sem langhús og gripahús.