Eftir langan dag við fjallgöngur, bátsferðir eða annað af því fjölmarga sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða er ekki úr vegi að kasta mæðinni, slaka vel á og láta jafnvel dekra við sig.

Tilvalið er að heimsækja Hótel Vestmannaeyjar í þeim tilgangi. Á neðstu hæð hótelsins er spa, þar sem er að finna tvo heita potta og sauna, í notalegu og róandi umhverfi. Á hótelinu er jafnframt snyrtistofa.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Hótel Vestmannaeyja.