Í Vestmannaeyjum er mikið af skemmtilegum leiðum sem enginn hjólreiðamaður ætti að láta framhjá sér fara

Þar er stórbrotið landslag með krefjandi brekkum, bæði á nýja hrauninu og því gamla. Sem dæmi um hjólaleið sem spennandi er að spreyta sig á er leiðin upp á Stórhöfða. Hann er 122 metra hár og er hægt að hjóla alla leið á toppinn.