Það er auðvelt að gleyma stund og stað á Golfvellinum í Vestmannaeyjum enda líklega fáir vellir í heiminum sem státa af eins stórkostlegu umhverfi og hann, að hluta til innan í gömlum eldgíg.

Það er einstök tilfinning að leika golf innan veggja eldfjalls og finna vindinn blása að því er virðist úr öllum áttum á velli sem liggur að hluta til yfir hafið sjálft. Allt eru þetta einkenni þess að spila golf golfvallarins í Vestmannaeyjum sem af mörgum er talinn einn af þeim skemmtilegri á Íslandi. Golf Monthly telur hann á meðal 200 besti golfvöllum í Evrópu.

Völlurinn er krefjandi, sérstaklega seinni 9 holurnar. Hins vegar er næsta víst að golfara sem einu sinni hafa prófað að leika á vellinum langi að koma aftur og aftur.

Mildir vetur Vestmannaeyja gera það mögulegt að leika á vellinum allt árið um kring. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 481 2363 eða með því að senda tölvupóst á golf@eyjar.is.