Hraunflaumurinn sem braut sér leið upp á yfirborðið í Heimaeyjargosinu árið 1973 lagði undir sig þriðjung af húsum bæjarins og myndaði jafnframt nýtt land til norðurs og austurs.

Austurhluti Heimaeyjar einkennist öðru fremur af þessu nýja hrauni, sem nær allt frá Skansinum og langleiðina að Skarfatanga í mynni Stakkabótar. Strandlengjan á þessu svæði tekur breytingum ár frá ári, þar sem hraunið brotnar auðveldlega niður sökum ágangs sjávar.

Gjábakkafjara er hnullungafjara sem tekur við af Skansinum og í framhaldi af henni kemur Viðlagafjara. Hraunhamar skilur fjörurnar tvær að. Ofan við Gjábakkafjöru, við hraunhólinn Flakkarann, er tilkomumikill útsýnisstaður. Gönguleið liggur úr fjörunni að Flakkaranum og austur með hraunjaðrinum ofan fjörunnar.