Sumarið 1988 hófu hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir uppgræðslu og ræktun í dalverpi á nýja hrauninu í Vestmannaeyjum

Þetta var aðeins fimmtán árum eftir jarðeldana 1973 og var jarðvegurinn tómur vikur. Með árunum dafnaði lundurinn og var nefndur Gaujulundur, eftir Guðfinnu. Í dag er þar fjölskrúðugt líf plantna og trjáa sem vert er að skoða.