Allt árið um kring eru haldnar listasýningar í Einarsstofu

Leitast er við að setja þar upp nýja sýningu mánaðarlega og stundum eru sýningarnar jafnvel fleiri í einum mánuði. Einarsstofa er notuð við hin ýmsu tækifæri en hana er að finna í forstofu safnahúss Vestmannaeyja. Þar eru haldnar ráðstefnur, skemmtanir og bæjarstjórnarfundir, svo fátt eitt sé nefnt.