Það getur verið ógleymanleg reynsla að stunda frjálsa köfun, eða snorkla, við strendur Vestmannaeyja

Ef heppnin í för með köfurum geta vel skapast þær aðstæður að hægt er að synda við hlið lunda eða annarra sjófugla sem sitja á sjónum umhverfis eyjarnar.

Fjölmargir staðir við Vestmannaeyjar henta vel fyrir frjálsa köfun. Ákjósanlegast er að leigja bát, þar sem erfitt getur reynst að fara út í frá landi. Ekki er boðið upp á skipulagðar ferðir frá Vestmannaeyjum en reyndum snorklurum er bent á að leita til ferðaþjónustunnar á svæðinu sem veitir aðstoð eftir fremsta megni.