Fáar þjóðir hafa tekið frisbígolfi eins fagnandi hendi og Íslendingar en 20 slíka velli er að finna víða um land

Vestmannaeyjar eru engin undantekning á því. Frisbígolfvöllurinn í Eyjum var tekinn í notkun sumarið 2016. Hann er að finna hjá Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja og á honum eru sex brautir sem opnar eru allan ársins hring.