Fíllinn er bjarg sem rís úr sæ og er hluti af Dalfjalli

Fíllinn er eitt af vinsælustu myndefnum ferðamanna í Eyjum, enda minnir það á risavaxinn fíl sem drekkur úr hafinu.

Þegar horft er á hann má vel greina ranann sem gengur ofan í hafið og vökult auga. Gaman þykir að sigla að Fílnum til að skoða hann betur en hann sést líka vel frá golfvellinum.