Heimsókn til Vestmannaeyja fær splunkunýja vídd með því að virða þær fyrir sér frá hafi úti

Að sjá úteyjarnar rísa úr hafinu úr návígi er upplifun sem enginn gleymir. Þetta vita heimamenn, enda eru tuðruferðir vinsælt sport meðal þeirra. Tvö fyrirtæki sérhæfa sig í bátsferðum, Rib Safari og Viking Tours.