Ertu að leita að fundarstað til að hitta mikilvæga viðskiptavini eða er hugmyndina að fara með starfsfólkið í hvata eða ævintýraferð með hópeflingu í huga?

Í Vestmannaeyjum er að finna fundaraðstöðu sem hentar flestum stærðum hópa, gistiaðstöðu sem er bæði smekkleg og þægileg og fjölbreytt úrval af veitingastöðum og afþreyingu. Hafðu samband við ferðaskipuleggjendur í Eyjum eða sendu okkur línu á info@visitvestmannaeyjar.is og við komum óskum þínum á framfæri.