Fatnaðurinn frá 66°Norður var fyrst framleiddur árið 1926 undir merkjum Sjóklæðagerðar Íslands

Með tímanum hefur 66°Norður þróað vörulínu sýna með þjóðinni. Í dag hentar vöruúrvalið flestum landsmönnum til daglegra nota eða útivistar. Við framleiðslu fatnaðarins er ávaltt leitað að vönduðustu og öruggustu efnum sem völ er á. Fatnaðurinn er framleiddur í verksmiðjum í eigu 66°Norður, undir ströngu eftirliti og með umhverfisvænum aðferðum. Þjálfaðir fjallamenn, björgunarsveitir og aðrir sem vinna utandyra prófa fatnaðinn áður en framleiðslan hefst. Þannig vitum við að fatnaðurinn mun reynast þægilegur og öruggur í köldu og blautu veðri og almennt í daglegu lífi.