Ernir

Flugfélagið Ernir er með áætlunarflug til Vestmannaeyja allt árið um kring. Flogið er alla daga vikunnar, að lágmarki tvisvar á dag, nema á veturna en þá er ekki flogið á laugardögum. Flugfélagið býður einnig pakkaferðir til Vestmanneyja en nánari upplýsingar um þær eru á heimasíðunni ernir.is.

Atlantsflug

Atlantsflug býður upp á flug til Vestmannaeyja eftir þörfum. Flugfélagið er á Bakkaflugvelli og tekur flugið yfir til Vestmannaeyja um 6 mínútur.