GOTT er lítill fjölskyldu veitingastaður í hjarta miðbæjarins við göngugötuna

Tilvalin í hádegismat, kaffi og kökur um miðjan dag eða kvöldmat. Bjóðum uppá ferskan og hollan mat eldaðan fra grunni á staðnum. Bökum brauðið okkar og allar kökur, búum til soð, sósur og súpur á staðnum.

Eigendur staðarins eru Sigurður Gíslason fyrrum landsliðskokkur og Berglind Sigmarsd. höfundur metsölubókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar. Gott uppá frábæran fisk dagsins, það ferskasta sem völ er á, grænmetisrétti, salat, vefjur, hamborgara, frábæra eftirrétti sem eru bakaðir og lagaðir á staðnum.

GOTT býður uppá allar tegundir af drykkjum, frá gosi uppí vín og að sjálfsögðu te og kaffi. Staðurinn er skemmtilega innréttaður þar sem gamalt er endurnýtt og nýjir fallegir hlutir fara vel saman. Staður með persónuleika.

Við erum á Facebook, leita eftir: ,,GOTT“