Eymundsson er hin sígilda íslenska bókabúð, með verslanir um land allt með afbragðsgott úrval af bókum, tímaritum og öðru lesefni á íslensku og erlendum tungumálum

Í verslunum Eymundsson er þægilegt andrúmsloft, fjölþætt þjónusta og reynslumikið starfsfólk sem veitir upplýsingar um og afgreiðir; námsbækur og vörur fyrir öll skólastig, allt sem þarf til tækifærisgjafa, ferðavörur, spil og skákvörur, tónlist, minjagripi, uppbyggileg leikföng og föndurvörur.

Penninn Eymundsson á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1872 og hefur allar stundir síðan verið einn stærsti og virtasti seljandi bóka og ritfanga á Íslandi. Verslanir Pennans Eymundsson eru nú staðsettar á 16 stöðum um land allt.

Verslun Pennans Eymundsson við Bárustíg 2 í Vestmannaeyjum var opnuð í júní árið 2010 í skemmtilegu húsi steinsnar frá höfninni. Þar er að finna ágætt úrval nýrra íslenskra bóka og barnabóka aug góðrar ritfangadeildar og breiðs úrvals tímarita. Eins er ágætt úrval af gjafavöru og töskum. Í versluninni má einnig finna veitingahús Te & kaffi, en þar er framreitt kaffi og léttar veitingar.