Við hjá Einsa kalda aðstoðum einnig hópa við að byggja upp fjölbreytta, skemmtilega og fræðandi dagskrá á meðan dvöl þeirra stendur í Eyjum

Veitingastaðurinn Einsi kaldi er staðsettur á jarðhæð Hótel Vestmannaeyja. Húsið sjálft á sér langa og merka sögu. Eigandi veitingastaðarins Einar Björn Árnason „Einsi kaldi“, er borinn og barnfæddur Eyjapeyi.

Í eldamennskunni finnst Einsa mest gaman að töfra fram ljúffenga sjávarrétti og fyrir það er hann rómaður. Þessi áhugi hans er raunar mjög eðlilegur þar sem nálægðin við fengsæl fiskimið gera honum kleift að fá spriklandi ferskan fisk daglega. Einsi leggur almennt mikið upp úr því að nota staðbundið hráefni, s.s. bjarg- og sjófugl ásamt ýmis konar kryddjurtum sem týndar eru á eyjunni.

Samhliða veitingarekstrinum rekur Einsi veisluþjónustu í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið er framsækið þjónustufyrirtæki í veitingarekstri, staðsett í Höllinni, sem er glæsilegt veislu- og ráðstefnuhús.

Boðið er upp á alhliða veisluþjónustu, sem er sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Lögð er mikil áhersla á að bregðast vel við óskum kúnnanna og slegið er upp veislum hvort sem óskað er eftir að hafa fagnaðinn í bakgarðinum heima, inni í helli, út í úteyjum, upp á hrauni, í Höllinni og svo mætti endalaust áfram telja.

Við hjá Einsa kalda aðstoðum einnig hópa við að byggja upp fjölbreytta, skemmtilega og fræðandi dagskrá á meðan dvöl þeirra stendur í Eyjum. Þetta gerum við með því að útvega skemmtikrafta, sali undir fundi, eða annan mannfagnað, við pöntum rútur, leiðsögumenn og annað það sem þarf til að gera dvölina í Eyjum ógleymanlega.