Ferðamálaráð

24Feb

Vestmannaeyjar og ferðaþjónustan, hvar erum við og hvert erum við að stefna á næstu 5 árum?

Dags.: Miðvikudagur 25. febrúar 2015

Tími 8:30-13:30

Staður: Ásgarði

Markmið vinnustofunnar er að fá fram hugmyndir  hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum um framtíð ferðaþjónustunnar, meta stöðuna og leggja grunn að stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.

20Feb

Ímynd Vestmannaeyja

Föstudaginn 20. febrúar kl. 9:00.  Opinn morgunverðarfundur í samstarfi við Þekkingarsetur Vestmannaeyja í Sagnheimum.

14Feb

Náttúrupassinn

Laugardaginn 14. febrúar kl. 11:00 á Háaloftinu.

29Des

Aðalfundur samtakanna

Þann 15. nóvember sl. voru Ferðamálasamtök Vestmannaeyja með aðalfund á Háaloftinu. Fundurinn var ágætlega sóttur eða alls mættir 20 fulltrúar frá 25 aðildarfélögum. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalafundarstörf sem hófst með skýrslu stjórnar og reikningum. Í flutningi formanns á skýrslu stjórnar kom fram að verkefnin á starfsárinu hafi verið fjölbreytt og krefjandi. Alls voru haldnir átta formlegir stjórnarfundir og átti stjórn fjölmarga vinnufundi þar sem málefni ferðaþjónustunnar voru rædd og/eða vinna stóð yfir vegna afmarkaðra verkefna. 

10Nóv

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja verður haldinn á Háaloftinu, laugardaginn 15. nóvember 2014.

06Okt

VestNorden

Fulltrúar Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fjölmenntu á VestNorden söluráðstefnuna sem haldin var í Laugardalshöllinni 30. september til 2. október. Alls voru níu ferðaþjónustuaðilar frá Eyjum sem kynntu þjónustu sína og Eyjarnar í heild sinni. Kaupendur sýndu Eyjunum mikinn áhuga og var mikil ánægja með það hve þjónustan í Eyjum er orðin fjölbreytt.