Hótel Vestmannaeyjar er staðsett í hjarta miðbæjarins

43 herbergi eru á hótelinu, þar af 24 herbergi í nýbyggingu sem var tekin í notkun um mitt ár 2014. Þar eru herbergin stærri.

Í öllum herbergjum er sjónvarp með 10 rásum, síma, gott rúm og baðherbergi með sturtu. Gestir hafa frían aðgang að þráðlausri nettengingu inni í herbergjum.
Afgreiðsla er á jarðhæð. Þar er hægt að kaupa sér léttar veitingar. Starfsfólk hótelsins er ávalt reiðubúið að aðstoða gesti um hvað er í boði í Vestmannaeyjum.
Morgunverður er borinn fram í veitingasalnum.

Veitingastaður er opinn frá morgni til kvölds alla daga á sumrin og á kvöldin yfir vetrartímann. Þar verður meðal annars boðið upp á sjávarrétti. En nálægðin við
fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega.

Eftir fjallgönguna, bátsferðina, bryggjuröltið eða búðarrápið er gott að slaka á. Spa er á neðstu hæð hótelsins með tveimur heitum pottum og sauna. Þar er nuddstofa
og snyrtistofa.

Hótel Vestmannaeyjar er góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á og njóta lífsins í fallegri náttúru.