Verslanir

/Verslanir

Verslanir í Eyjum eru margar miðað við fjölda íbúa og bjóða upp á fjölbreytt og vandað úrval. Falleg gjafavara, íslensk og erlend hönnunarvara, fatnaður, íþróttavörur, bókabúð og vestmannaeyskt handverk ber þar hæst. Flestar verslanir eru við Bárustíg og á hliðargötum út frá þeirri aðalgötu. Margar verslanir bjóða uppá ,,tax free” sem þýðir u.þ.b. 15% afsláttur. Leitið að „Tax free“ merki en athugið að það verður að versla fyrir ákveðna upphæð til þess að fá skattinn endurgreiddan.

66°N

Verslanir|

Við bjóðum upp á þægilegan, öruggan og hágæða útivistarfatnað og fatnað til daglegra nota. Verslunin er rúmgóð og björt og úrvalið er fjölbreytt. Við leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu og uppfylla þarfir viðskiptavina. Verið velkomin til okkar við hlökkum til að þjónusta þig.

Volare

Verslanir|

Hágæða náttúrulegar og umhverfisvænar vörur fyrir húð og heilsu. Aðeins það besta fyrir húðina og líkamann. Græðandi og fyrirbyggir vandamál tengt húðinni. Volare vörurnar efla og styrkja líkama og húð og auka vellíðan.